Úr leiknum Við víggirt landamæri.
Úr leiknum Við víggirt landamæri.
AUSTURRÍSKUR listahópur, Gold Extra, hefur sett saman tölvuleik, sem á að sýna hvernig landamæri Evrópu blasa við ólöglegum innflytjendum. Hópurinn er þekktastur fyrir gjörninga og innsetningar.

AUSTURRÍSKUR listahópur, Gold Extra, hefur sett saman tölvuleik, sem á að sýna hvernig landamæri Evrópu blasa við ólöglegum innflytjendum. Hópurinn er þekktastur fyrir gjörninga og innsetningar.

Leikurinn, sem nefnist Frontiers, mun ekki búa yfir fælingarmætti hefðbundins kennsluefnis, heldur bjóða upp á alvöru grafík og spennu. Notandinn sér heiminn með augum afríkubúa, sem vill komast til víggirtrar Evrópu. Innflytjendur eru mýsnar og landamæraverðir kötturinn.

Félagar úr hópnum fóru til Afríku og Austur-Evrópu til að safna efni í leikinn og gera hann sem raunverulegastan. Leikurinn er á netinu og jafnt og efni er bætt við hann jafnt og þétt. http://www.frontiers-game.com/ kbl@mbl.is