[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kim Andersson leikmaður Kiel og sænska landsliðsins, var markahæstur hjá Svíum þegar þeir unnu Portúgali, 36:24, í vináttulandsleik í handknattleik í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þjóðirnar mætast á nýjan leik í dag.
K im Andersson leikmaður Kiel og sænska landsliðsins, var markahæstur hjá Svíum þegar þeir unnu Portúgali, 36:24, í vináttulandsleik í handknattleik í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þjóðirnar mætast á nýjan leik í dag. Portúgalir koma til Íslands eftir helgina og mæta íslenska landsliðinu í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið. Miðasala á þann leik er hafin á midi.is

Michael V. Knudsen var markahæstur hjá danska landsliðinu gær með sjö mörk þegar það marði eins marks sigur á Slóvenum, 36:35, á æfingamóti í Randers í Jótlandi í gærkvöldi. Danir mæta Norðmönnum í dag.

Breska boðhlaupssveitin í 4x400 m. hlaupi karla, sem endaði í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Aþenu árið 1997, fékk í gær formlega tilkynningu þess efnis að hún myndi fá gullverðlaunin afhent við formlega athöfn, 13 árum eftir að mótinu lauk. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAC, svipti bandarísku sveitina gullverðlaunum eftir að Bandaríkjamaðurinn Antonio Pettigrew hafði játað að hafa notað ólögleg lyf fyrir úrslitahlaupið

Almarr Ormarsson knattspyrnumaður frá Akureyri skrifaði í gær undir nýjan samning við Fram og er bundinn félaginu til ársloka 2011. Almarr hefur leikið með Fram síðan í júlí 2008 þegar hann kom frá KA og hann gerði 6 mörk í 22 leikjum fyrir liðið í úrvalsdeildinni síðasta sumar.

Hrannar Björn Steingrímsson úr Völsungi á Húsavík skoraði fyrsta mark knattspyrnuvertíðarinnar 2010. Hann gerði fyrra mark Húsvíkinga þegar þeir unnu óvæntan sigur á 1. deildarliði Þórs , 2:1, í Norðurlandsmótinu en leikið var í Boganum á Akureyri .