Á nýjum stað Allt er að verða klárt í Háskólanum í Reykjavík.
Á nýjum stað Allt er að verða klárt í Háskólanum í Reykjavík. — Morgunblaðið/Heiddi
HÁSKÓLINN í Reykjavík flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík nk. mánudag. Nemendur og kennarar skólans ætla að safnast saman við aðalbyggingu skólans í Ofanleiti 2, kl. 9.

HÁSKÓLINN í Reykjavík flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík nk. mánudag. Nemendur og kennarar skólans ætla að safnast saman við aðalbyggingu skólans í Ofanleiti 2, kl. 9.15 og ganga fylktu liði niður Kringlumýrarbraut, yfir göngubrúna og áfram neðan við kirkjugarðinn í Fossvogi og þaðan að nýrri byggingu HR í Nauthólsvík.

Þar bíður göngufólksins heitt kakó og Svafa Grönfeldt, rektor HR, Ari Kristinn Jónsson, verðandi rektor HR og Sunna Magnúsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, flytja stutt ávörp. Gestum verður boðið að ganga um bygginguna og skoða hana, en allir nemendur og starfsmenn fá afhent kort af byggingunni þegar þeir koma í hús. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl. 11.10.