AFGANGUR á vöruskiptum í desember er, að mati IFS-greiningar, heldur í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. Segir greiningin að ástæða þess liggi að mestu í minni útflutningi sjávarafurða, en aflabrögð séu misjöfn milli mánaða.

AFGANGUR á vöruskiptum í desember er, að mati IFS-greiningar, heldur í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. Segir greiningin að ástæða þess liggi að mestu í minni útflutningi sjávarafurða, en aflabrögð séu misjöfn milli mánaða. „Hærra verð áls og sjávarafurða ætti að gefa góðan grunn fyrir framhaldið og má gera ráð fyrir góðum afgangi af vöruskiptum næstu mánuði,“ segir í greiningunni.

Afgangur ekki nægur

Vöruskipti voru jákvæð um 7 milljarða í desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 42 milljörðum króna og innflutningur rúmlega 35 milljörðum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá uppsafnaðan afgang vöru- og þjónustuviðskipta frá ársbyrjun 2009 að frádregnum þeim afgangi sem IFS telur nauðsynlegan til að greiða niður erlendar skuldir þjóðarbúsins.

ivarpall@mbl.is