HAFÍS tafði leit rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE 30 að loðnu í gær og gerði leit úti fyrir Vestfjörðum erfiða.

HAFÍS tafði leit rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE 30 að loðnu í gær og gerði leit úti fyrir Vestfjörðum erfiða. Lítilræði af loðnu fannst norður af Húnaflóa, en talsvert meira þarf að finnast til að hægt verði að gefa út byrjunarkvóta fyrir vertíðina.

Í tilkynningu í gær bað Veðurstofan sjófarendur um að fara með gát vegna hafíss. Fram á þriðjudag sé búist við sunnan- og suðvestanátt sem muni líklega færa hafísröndina nær Vestfjörðum og jafnvel ógna siglingaleið frá Barða að Straumnesi. Á þriðjudag lítur hins vegar út fyrir austlæga átt, og þá ætti ísinn að færast fjær landinu.