Kristrún Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir
Það getur verið óþægilegt að þurfa að standa fyrir máli sínu. Ekki síst rituðu máli.

Það getur verið óþægilegt að þurfa að standa fyrir máli sínu. Ekki síst rituðu máli.

Kristrún Heimisdóttir, sem þar til fyrir tæpu ári gegndi stöðu aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, skrifaði athugasemd inn á blogg pólitísks bandamanns, Gauta B. Eggertssonar.

Í athugasemdinni segir Kristrún réttilega að margir málsmetandi hagfræðingar hafi þungar áhyggjur af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin hafi tafist „í á tíunda mánuð 2009 og skuldaþolsreikningar þeirra eru áhyggjuefni sem ég get sagt þér betur á óopinberum vettvangi“.

Ekki var hægt að skilja þessi orð á annan veg en þann að Kristrún lumaði á upplýsingum um þessi mál sem enn hefðu ekki komið fram opinberlega en hún ætlaði að lauma að Gauta félaga sínum.

Þegar leitað var upplýsinga um þetta hjá Kristrúnu gaf hún þau svör að hún hefði aðeins verið að „vísa til almennrar umræðu í þjóðfélaginu“.

Þessi óvenjulega athugasemd Kristrúnar á bloggi Gauta og sérkennilega skýring á athugsemdinni er því miður ekki eina vísbendingin að undanförnu um að enn sé verið að pukrast með ríka hagsmuni þjóðarinnar.

Er ekki kominn tími til að allar mikilvægar upplýsingar verði birtar á opinberum vettvangi í stað þess að þær séu aðeins til umræðu innan ríkisstjórnarflokkanna á hinum óopinbera vettvangi?