TÍSKUVERSLANAKEÐJAN Jane Norman er nú að mestu leyti komin í hendur kröfuhafa . Skuldir félagsins námu tæplega 136 milljónum punda, en meðal stærstu lánardrottna félagsins er Royal Bank of Scotland.

TÍSKUVERSLANAKEÐJAN Jane Norman er nú að mestu leyti komin í hendur kröfuhafa . Skuldir félagsins námu tæplega 136 milljónum punda, en meðal stærstu lánardrottna félagsins er Royal Bank of Scotland. Baugur átti Jane Norman allt fram að gjaldþroti fyrrnefnda félagsins. Baugur og Kaupþing tóku Jane Norman yfir fyrir 117 milljónir punda árið 2005. Kaupin voru hin fyrstu hjá einkafjárfestingasjóði Kaupþings , sem var stofnsettur hið sama ár. thg@mbl.is