Þorsteinn Guðmundsson
Þorsteinn Guðmundsson
„YFIR hverjum vakir þú og hver vakir yfir þér?“ spyr Þorsteinn Guðmundsson í útvarpsleikriti sínu, Veggir með eyru , sem frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun.

„YFIR hverjum vakir þú og hver vakir yfir þér?“ spyr Þorsteinn Guðmundsson í útvarpsleikriti sínu, Veggir með eyru , sem frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun. Verkið segir af eldri konu sem hlerar nágrannapar sitt dag sem nótt og ungum manni sem freistar þess að taka við hana viðtal. „Ég held að allir hafi einhvern tíma lagt eyra að vegg,“ segir Þorsteinn. Annars segist Þorsteinn hafa heyrt merkilega sögu af konu sem taldi nágranna sinn vera að taka sig upp á segulband. Konan hafði samband við lækni sem taldi konuna haldna ofsóknaræði. Hann vildi þó sanna fyrir konunni að nágranni hennar væri ekki að hlera hana og fóru þau saman til nágrannans. Sá mætti til dyra með segulbandstæki. „Þá var það plottið að hann hafði verið að taka hana upp og spila upptökurnar í tíma og ótíma, til að gera hana geðveika, því hann vildi ná húsinu undir sig,“ segir Þorsteinn. | 48