Dr. Michael Waibel.
Dr. Michael Waibel.
Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is BRETAR ættu ekki meira en 60% líkur á að vinna málið, færi Icesave-deilan fyrir dómstóla, að mati Michaels Waibels, doktors í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla á Englandi.

Eftir Ívar Pál Jónsson

ivarpall@mbl.is

BRETAR ættu ekki meira en 60% líkur á að vinna málið, færi Icesave-deilan fyrir dómstóla, að mati Michaels Waibels, doktors í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla á Englandi. Þetta segir hann í aðsendri grein í Financial Times. Waibel segir einnig að jafnvel þótt málið ynnist væri ólíklegt að Bretar fengju meira en samkvæmt fyrirliggjandi samningi.

Dr. Waibel segir að í þessari deilu sé oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi beri ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga - lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch hafi einnig sést yfir þá staðreynd þegar fyrirtækið lækkaði lánshæfismat ríkisins.

Dr. Waibel segir að Bretland og Holland verði að að fara að sýna einlægan vilja til þess að gera málamiðlun, frekar en nota pólitíska stöðu sína innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til hins ýtrasta.

„Skilmálar samningsins eins og hann liggur nú fyrir eru andstæðir ráðum sem Elihu Root, fyrrum utan-ríkisráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi gaf James Brown Scott, lögfræðilegum ráð-gjafa sínum: „Við þurfum alltaf að gæta þess, og sér í lagi í samskiptum okkar við minni ríki, að leggja aldrei til samning sem við myndum aldrei samþykkja ef hlutverkunum væri snúið við.“,“ segir hann einnig. | 28