GISTINÆTUR á hótelum í nóvember sl. voru 71.800 en 77.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 45% miðað við nóvember 2008, úr 1.500 í 800.

GISTINÆTUR á hótelum í nóvember sl. voru 71.800 en 77.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi.

Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 45% miðað við nóvember 2008, úr 1.500 í 800. Á höfuðborgarsvæðinu fóru gistinætur úr 60.600 í 54.600 sem er 10% samdráttur milli ára. Gistinóttum erlendra ríkisborgara fækkar um tæp 9% milli ára og gistinóttum Íslendinga fækkar einnig milli ára um 4%.