Skondin uppákoma varð við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun. Ásta R. Jóhannesdóttir forseti sló í bjölluna og setti fundinn en fyrst í stað gerðist ekki neitt.
Skondin uppákoma varð við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun. Ásta R. Jóhannesdóttir forseti sló í bjölluna og setti fundinn en fyrst í stað gerðist ekki neitt. Ásta hnippti þá í Vigdísi Jónsdóttur þingritara sem aftur ýtti í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Jóhanna átti að lesa forsetabréf um að þingið væri tekið til starfa en hún var svo niðursokkin í pappíra að hún áttaði sig ekki á því að hennar væri óskað í pontu.