BBC hefur sett saman lista sinn yfir helstu vonarstjörnur ársins, lista sem kallast The Sound of 2010.

BBC hefur sett saman lista sinn yfir helstu vonarstjörnur ársins, lista sem kallast The Sound of 2010. Viðlíka listar hafa verið samdir undanfarin ár og eru afar áhrifaríkir og skjóta iðulega megninu af þeim listamönnum sem hann prýða ofarlega á stjörnuhimininn.

Sú sem toppar listann er Ellie Goulding; söngvaskáld sem sameinar þá hefð við dansvæna strauma. Í öðru sæti er Marina and the Diamonds, en Marina beitir fyrir sig leikrænum og dramatískum söngstíl. Í þriðja sæti er indíbandið Delphic, í því fjórða rafdúettinn Hurts og í fimmta sæti er New York-bandið The Drums, sem heimsótti síðastliðna Airwaves hátíð. Lista yfir þá fimmtán aðila sem nefndir voru upphaflega má nálgast á vefsíðu BBC.