Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
BOÐIÐ verður upp á sunnudagsleiðsögn um Carnegie Art Award-myndlistarsýninguna í Listasafni Íslands á morgun kl. 14. Það er Rakel Pétursdóttir safnfræðingur sem leiða mun gesti um sýninguna.

BOÐIÐ verður upp á sunnudagsleiðsögn um Carnegie Art Award-myndlistarsýninguna í Listasafni Íslands á morgun kl. 14. Það er Rakel Pétursdóttir safnfræðingur sem leiða mun gesti um sýninguna.

Carnegie Art Award eru meðal veglegustu myndlistarverðlauna heims, ætlað að kynna norræna nútímalist og því veitt myndlistarmönnum frá Norðurlöndunum. Aðalverðlaunin í ár féllu í skaut íslenskum myndlistarmanni, Kristjáni Guðmundssyni. Verk hans má sjá á sýningunni auk verka tuttugu og tveggja annarra norrænna listamanna.