VEGABRÉF hækkuðu um nær 50% í verði um áramótin. Hækkunin stafar af breytingum á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól. Frá 1. janúar kostar því almennt vegabréf 7.700 krónur í stað 5.100 króna áður.

VEGABRÉF hækkuðu um nær 50% í verði um áramótin. Hækkunin stafar af breytingum á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól.

Frá 1. janúar kostar því almennt vegabréf 7.700 krónur í stað 5.100 króna áður. Öll vegabréf hækka og kostar vegabréf fyrir börn, aldraða og unglinga 2.900 krónur en skyndiútgáfa þeirra 5.650 krónur. Skyndiútgáfa almenns vegabréfs kostar nú 15.200 krónur.

Íslensk vegabréf gilda til fimm ára en til ársins 2006 var gildistími þeirra tíu ár. Ástæða breytingarinnar var sú að þá var farið að setja örflögur í vegabréf en ekki talin nægileg reynsla komin á endingu örflaganna og gildistíminn því styttur um helming af öryggisástæðum. ingibjorgrosa@mbl.is