„VIÐ höfum ekki skrifað undir samkomulag ennþá og þangað til að það hefur verið gert er ekkert fast í hendi. Ég reikna hinsvegar ekki með að neitt komi óvænt upp sem komi í veg fyrir að við gerum samning við Bradford á morgun [í dag].

„VIÐ höfum ekki skrifað undir samkomulag ennþá og þangað til að það hefur verið gert er ekkert fast í hendi. Ég reikna hinsvegar ekki með að neitt komi óvænt upp sem komi í veg fyrir að við gerum samning við Bradford á morgun [í dag]. Hann er væntanlegur til landsins í kvöld,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari úrvalsdeildarliðsins Njarðvíkur í körfuknattleik karla í gærkvöldi um væntanlegan liðsstyrk Njarðvíkurliðsins í Bandaríkjamanninum Nick Bradford. Hann er vel þekktur og kynntur hér heima eftir að hafa leikið vel með Keflavík og síðar Grindavík. Bradford fór síðast á kostum með liði Grindavíkur á síðustu leiktíð.

„Við vorum ekkert að leita að liðsstyrk en þegar maður eins Bradford stendur manni til boða þá er erfitt að afþakka,“ segir Sigurður sem reiknar með að geta teflt Bradford fram á mánudag þegar Njarðvík fær ÍR í heimsókn.

Bradford hefur síðustu mánuði leikið í Finnlandi en var leystur undan samningi á dögunum.

iben@mbl.is