FÉLAGSFUNDUR Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sem haldinn var í fyrrakvöld, skoraði á samninganefnd félagsins að skoða aðgerðir til að knýja á að gengið verði frá kjarasamningum við félagið sem fyrst.

FÉLAGSFUNDUR Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sem haldinn var í fyrrakvöld, skoraði á samninganefnd félagsins að skoða aðgerðir til að knýja á að gengið verði frá kjarasamningum við félagið sem fyrst. Þetta kemur fram á vef BSRB

„Félagsfundur FÍF skorar á samninganefnd FÍF að skoða aðgerðir til þess að hvetja samningsaðila til þess að ljúka gerð kjarasamnings sem fyrst. Félagsfundur væntir þess að gerð kjarasamning sé lokið fyrir aðalfund FÍF 25. febrúar 2010. Ef það stefnir í að þeim verði ekki lokið fyrir þann tíma þá skorar félagsfundur FÍF á stjórn FÍF að boða til aðgerða sem kosið verði um á aðalfundi FÍF,“ segir í ályktuninni.