Henning Henningsson
Henning Henningsson
„ÞAÐ er afar slæmt að vera í þeirri stöðu að geta ekki sent landslið til leiks í Evrópukeppninni af fjárhagsástæðum og haldið þar með þeirri siglingu sem haldið hefur verið undanfarin ár.

„ÞAÐ er afar slæmt að vera í þeirri stöðu að geta ekki sent landslið til leiks í Evrópukeppninni af fjárhagsástæðum og haldið þar með þeirri siglingu sem haldið hefur verið undanfarin ár. Ég get hins vegar ekki annað en sýnt þessari ákvörðun stjórnar KKÍ skilning að ganga fram með þessum hætti sökum þess að fjárhagur sambandsins er þröngur,“ sagði Henning Henningsson, fráfarandi landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, spurður um ákvörðu stjórnar KKÍ að senda ekki A-landslið kvenna til þátttöku í Evrópukeppninni næstu tvö árin.

„Það er auðvitað ekki gott fyrir kvennakörfuna hér á landi að fá ekki tækifæri á að keppa á meðal þeirra bestu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun tel ég rétt að KKÍ haldi út landsliði í kvennaflokki. Þótt ekki séu til miklir peningar í buddu KKÍ þá er hægt að gera eitt og annað sem kostar ekki mikla peninga. Til dæmis að vera með æfingabúðir nokkra helgar yfir árið og fá einhverja æfingaleiki.“

iben@mbl.is