ÁGÚST Hilmar Þorbjörnsson, fv. útgerðarmaður og skipstjóri á Höfn lést á heimili sínu þann 10. janúar sl., 57 ára að aldri. Ágúst var fæddur á Höfn í Hornafirði 17. október 1952 og bjó þar æ síðan.

ÁGÚST Hilmar Þorbjörnsson, fv. útgerðarmaður og skipstjóri á Höfn lést á heimili sínu þann 10. janúar sl., 57 ára að aldri. Ágúst var fæddur á Höfn í Hornafirði 17. október 1952 og bjó þar æ síðan. Foreldrar hans voru Þorbjörn Sigurðsson, umboðsmaður Flugfélags Íslands og vitavörður og kona hans Ágústa M. Vignisdóttir húsmóðir og síðar vitavörður. Ágúst lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1973. Hann var einn af eigendum og stofnendum útgerðarfélagsins Garðeyjar, sem hann vann við til ársins 2003, en þá var útgerðin seld. Félagið gerði út vélbátinn Garðey SF 22 og um tíma frystiskipið Andey. Ágúst lagði stund á ýmis konar veiðiskap og má m.a. eigna honum heiðurinn af því að viðhalda aldagamalli þekkingu um veiðar og vinnslu á lúru á Hornafirði. Einnig var hann áhugamaður og frumkvöðull um veiðar og nýtingu á ál.

Ágúst kvæntist árið 1977 Halldóru Bergljótu Jónsdóttur.

Þau eignuðust fjögur börn, Jón Þorbjörn, Gísla Karl, Ólaf Pétur og Bergþóru Ólafíu. Barnabörnin eru orðin fimm. Útför Ágústs verður gerð frá Hafnarkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.