— Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNGA fólkið veltir stöðumælinum fyrir sér, enda borgar sig víst að gjalda stöðumælinum það sem stöðumælisins er.
UNGA fólkið veltir stöðumælinum fyrir sér, enda borgar sig víst að gjalda stöðumælinum það sem stöðumælisins er. Væntanlega þyngist eitthvað á því brúnin, jafnframt því að pyngjan léttist, samþykki dómsmálaráðherra tillögur borgarstjórnar frá því fyrir jól um hækkanir á gjöldum vegna stöðubrota. Þá verður enn dýrara að gleyma stöðumælinum því lagt var til að hækka sektir vegna slíkra brota úr 1.500 krónum í 2.500 krónur. Þeir sem ákveða að leggja uppi á gangstétt þurfa þá að snara út fimmþúsundkalli í stað 2.500 króna áður, gangi tillögurnar eftir.