FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Akureyri næstu helgi en flokksráðið er æðsta vald flokksins milli landsfunda.

FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Akureyri næstu helgi en flokksráðið er æðsta vald flokksins milli landsfunda.

Að þessu sinni má búast við að komandi kosningar setji svip sinn á umræðuna, bæði þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og sveitarstjórnarkosningar í vor.

Í flokksráði eiga sæti 30 landsfundarkjörnir fulltrúar en auk þeirra skipa flokksráð allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, alþingismenn, varaalþingismenn, formaður Ungra Vinstri-grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.

Fundurinn er opinn öllum félögum í VG og er búist við góðri þátttöku alls staðar að af landinu, segir í tilkynningu.