13. janúar 1949 Fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, „Milli fjalls og fjöru“ eftir Loft Guðmundsson, var frumsýnd. Hún var sýnd sjötíu sinnum í Gamla bíói, oftar en nokkur önnur mynd fram að því. 13.

13. janúar 1949

Fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, „Milli fjalls og fjöru“ eftir Loft Guðmundsson, var frumsýnd. Hún var sýnd sjötíu sinnum í Gamla bíói, oftar en nokkur önnur mynd fram að því.

13. janúar 1960

Togarinn Úranus fannst en farið var að óttast um hann vegna þess að ekkert hafði heyrst til hans í þrjá daga. Hann var á leið af Nýfundnalandsmiðum en senditækin höfðu bilað. „Fagnaðarbylgja fór um Reykjavík er gleðitíðindin bárust,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir.

13. janúar 1970

Byrjað var að merkja sígarettupakka með áletrunum um skaðsemi reykinga: „Viðvörun: Vindlingareykingar geta valdið krabbameini í lungum og hjartasjúkdómum.“

13. janúar 1985

Hitt leikhúsið frumsýndi söngleikinn „Litlu hryllingsbúðina“ í Gamla bíói. „Einkar faglega unnin sýning,“ sagði Morgunblaðið. Sýningar urðu rúmlega eitt hundrað og áhorfendur um 50 þúsund.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.