SM Kvótaþing og Eimskip stóðu fyrir söfnun um jólin þar sem leitað var til útgerðarfyrirtækja og fiskverkanda, svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Mæðrastyrksnefnd.

SM Kvótaþing og Eimskip stóðu fyrir söfnun um jólin þar sem leitað var til útgerðarfyrirtækja og fiskverkanda, svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Mæðrastyrksnefnd.

Ekki stóð á viðbrögðum og söfnuðust tæplega 13 tonn af fiskafurðum, sem jafngildir um 52.000 matarskömmtum. Auk fisks söfnuðust 700 flöskur af lýsi og peningaframlag. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, afhenti Mæðrastyrksnefnd einnig 1.750.000 kr. sem söfnuðust í árlegi skötuveislu félagsins þann 7. janúar sl.