Vegagerðin kannar nú möguleika á uppsetningu vegriða milli akbrauta á 2+2-vegum víðar en nú er. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur skorað á stjórnvöld að setja upp vegrið á samtals 47,2 km köflum tvöfaldra vega sem eru án vegriðs milli akbrauta.

Vegagerðin kannar nú möguleika á uppsetningu vegriða milli akbrauta á 2+2-vegum víðar en nú er. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur skorað á stjórnvöld að setja upp vegrið á samtals 47,2 km köflum tvöfaldra vega sem eru án vegriðs milli akbrauta. Kostnaður við það nemur um 500 milljónum kr.

Kristján L. Möller samgönguráðherra kveðst fagna því sem FÍB og aðrir gera í þágu umferðaröryggis. Hann segir það vera sameiginlegt markmið að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni.

Kristján segir að umferðaröryggismálum verði gerð góð skil í samgönguáætlun sem kynnt verður í febrúar. 16