Fríkirkjan
Fríkirkjan
LJÁÐU okkur eyra“ er heiti raðar hádegistónleika sem haldnir verða næstu 13 miðvikudaga í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrstu tónleikar raðarinnar verða í hádeginu í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í 30 mínútur.

LJÁÐU okkur eyra“ er heiti raðar hádegistónleika sem haldnir verða næstu 13 miðvikudaga í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrstu tónleikar raðarinnar verða í hádeginu í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í 30 mínútur.

Uphafsmaður þessarar tónleikaraðar er Gerrit Schuil, píanóleikari og hljómsveitarstjóri, og fær hann til sín gest á hverjum tónleikum sem er einskonar leynigestur, þ.e. enginn fær að vita fyrirfram hver gesturinn verður. Allir gestirnir sem koma fram eru í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna.

Aðgangseyrir er enginn en frjáls framlög þegin.