Taylor er sagður með of sítt hár.
Taylor er sagður með of sítt hár.
FJÖGURRA ára gömlum pilti hefur verið stíað frá bekkjarsystkinum sínum og gert að sitja einn í bókasafni barnaskóla í einu úthverfa Dallas-borgar í Texas vegna þess að hann er með síðara hár en reglur skólans heimila.
FJÖGURRA ára gömlum pilti hefur verið stíað frá bekkjarsystkinum sínum og gert að sitja einn í bókasafni barnaskóla í einu úthverfa Dallas-borgar í Texas vegna þess að hann er með síðara hár en reglur skólans heimila. Stjórnendur skólans féllust á að slaka til en sögðu þó að hárið mætti alls ekki ná niður fyrir eyru. Foreldrar piltsins, sem heitir Taylor Pugh, höfnuðu þessari tilslökun á fundi sem haldinn var í fyrradag. Pilturinn verður því áfram í einangrun í skólanum að sögn fréttastofunnar AP í gær.