Afgönsk kona í íslamskri búrku.
Afgönsk kona í íslamskri búrku.
AÐEINS þrjár konur klæðast búrku að jafnaði í Danmörku, samkvæmt rannsókn fræðimanna við Kaupmannahafnarháskóla fyrir danska þingnefnd sem fjallar um tillögu Íhaldsflokksins um bann við íslömskum fatnaði sem hylur konuna frá hvirfli til ilja.

AÐEINS þrjár konur klæðast búrku að jafnaði í Danmörku, samkvæmt rannsókn fræðimanna við Kaupmannahafnarháskóla fyrir danska þingnefnd sem fjallar um tillögu Íhaldsflokksins um bann við íslömskum fatnaði sem hylur konuna frá hvirfli til ilja. Rannsóknin leiddi í ljós að 150-200 konur í Danmörku klæðast niqab, sem líkist búrkunni en er ekki með net fyrir augunum.

Íhaldsflokkurinn ætlar að halda tillögunni um bannið til streitu þrátt fyrir þessa niðurstöðu.