* Takk fyrir segir á vefsíðu hins þekkta tónlistarblaðs Clash, þó með aðeins grófari hætti.

* Takk fyrir segir á vefsíðu hins þekkta tónlistarblaðs Clash, þó með aðeins grófari hætti. Þakkirnar beinast að íslensku hljómsveitinni FM Belfast en blaðið hefur valið lag hljómsveitarinnar „I Can Feel Love“ inn á safnplötu sem hægt er að hlaða niður af síðunni. Platan inniheldur lög með hljómsveitum sem mælt er með fyrir þetta ár.

„Íslenska partýhljómsveitin kom efni sínu loksins út,“ segir á síðunni og greinilegt á skrifunum að hjá Clash leynast einlægir aðdáendur. Lýsingarnar eru ekki af verri endanum og segir meðal annars frá því að hljómsveitin hafi samstundis tekið sér fótfestu í þeirra hjörtum er hún komu fram á Airwaves fyrir tveimur árum. „„I Can Feel Love“ hefur allt það sem bandið hefur upp á að bjóða, hávært og hjartnæmt pop, flutt beint frá hjartanu af tónlistarstríðsmönnum.“