„ÞAÐ eru auðvitað vonbrigði að það skuli ekki finnast meiri loðna,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um útkomuna úr leiðangri hafrannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar sem er að ljúka.

„ÞAÐ eru auðvitað vonbrigði að það skuli ekki finnast meiri loðna,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um útkomuna úr leiðangri hafrannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar sem er að ljúka.

Í loðnuleiðangri síðustu daga mældust 355 þúsund tonn af hrygningarloðnu, en aflaregla við loðnuveiðar byggist á að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson og Súlan frá Akureyri halda áfram loðnuleit á næstunni og eru vonir bundnar við að meira finnist af henni.

Mikil verðmæti eru í húfi og má ætla að 100 þúsund tonn af loðnu gætu gefið yfir fimm milljarða í útflutningsverðmæti, enda er verð á afurðum hátt um þessar mundir og gengið hagstætt fyrir útflytjendur.

Ekki örvænt fyrr en í febrúar

„Það verður áfram fylgst með þessu og kannski leynist eitthvað undir ísnum, þannig að það er ekki búið að gefa upp alla von enn í þessum efnum,“ segir Jón og Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, tekur í sama streng. „Menn fara ekki að örvænta fyrr en kemur fram í febrúar.“

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, bendir á að í leiðangrinum nú hafi mælst 215 þúsund tonnum meira af hrygningarloðnu en í mælingu fyrir mánuði. | 6