Tobey Maguire Bæ bæ Spiderman.
Tobey Maguire Bæ bæ Spiderman.
SöguSagnir hafa verið á kreiki um að tökum á Spiderman 4 hafi verið frestað og að jafnvel verði hætt við gerð myndarinnar. Miklar deilur hafa verið milli Sam Raimi, leikstjóra fyrri Spiderman myndanna og framleiðenda Sony Pictures.

SöguSagnir hafa verið á kreiki um að tökum á Spiderman 4 hafi verið frestað og að jafnvel verði hætt við gerð myndarinnar. Miklar deilur hafa verið milli Sam Raimi, leikstjóra fyrri Spiderman myndanna og framleiðenda Sony Pictures. Að sögn Jóns Gunnars Geirdal, markaðstjóra Senu, hafa framleiðendur Spiderman ákveðið að finna nýjan leikstjóra og nýjan leikara til að taka að sér hlutverk köngulóarmannsins.

Framleiðendur myndarinnar, Columbia Pictures og Marvel Studios, hafa tilkynnt að framleiðsla myndarinnar muni verða eftir handriti James Vanderbilt. Þar mun hinn ungi Peter Parker kljást við vandamál sem venjuleg manneskja þarf að fást við ásamt þeim vandamálum sem fylgir því að vera ofurhetja.

Leikstjórinn Sam Raimi segir Spiderman myndirnar hafi veitt honum mikla reynslu. „Þessi breyting mun gefa Spiderman myndaröðinni tækifæri á að fara nýja leið. Ég er viss um að þetta eigi eftir að verða frábært,“ sagði Raimi. Stefnt er að að Spiderman 4 muni koma í kvikmyndahús árið 2012.