[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur öðlast keppnisleyfi með enska 1. deildarliðinu Reading en Gunnar gekk í raðir félagsins frá Esbjerg um áramótin og verður í láni hjá liðinu út tímabilið.
G unnar Heiðar Þorvaldsson hefur öðlast keppnisleyfi með enska 1. deildarliðinu Reading en Gunnar gekk í raðir félagsins frá Esbjerg um áramótin og verður í láni hjá liðinu út tímabilið. Gunnar er gjaldgengur með Reading í kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í ensku bikarkeppninni en hann verður löglegur með Reading um næstu helgi þegar liðið sækir Nottingham Forest heim.

Egyptar hófu titilvörnina í Afríkukeppninni í knattspyrnu í gær með 3:1 sigri gegn Nígeríumönnum. Þetta var fyrsti sigur sexfaldra Afríkumeistara á Nígeríumönnum í 23 ár en þeir lentu undir eftir 14 mínútna leik þegar Chinedu Obasi skoraði með skalla. Emad Motaeb , Ahmed Hassan og varamaðurinn Mohamed Nagi svöruðu fyrir Egypta, sem voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum.

Michael Redd sem á undanförnum árum hefur verið lykilmaður í liði Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta mun ekki leika fleiri leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Redd sleit krossband og liðbönd í vinstra hné í tapleik gegn Los Angeles s.l. laugardag og er þetta í annað sinn á einu ári sem hann verður fyrir slíkum meiðslum.

Anja Pärson , skíðakona frá Svíþjóð , slasaðist á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Flachau í gær. Pärson meiddist á hægra hné og sagði Ulf Emilsson læknir sænska alpalandsliðsins að ekki væri vitað hvort meiðsli hennar væru alvarleg. Pärson er ein helsta von Svía í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada sem hefjast í febrúar.

E iður Smári Guðjohnsen var valinn í 18 manna leikmannahóp Mónakó sem tekur á móti Montpellier í frönsku 1. deildinni í kvöld. Í síðustu þremur deildarleikjum Mónakó var Eiður ekki valinn í hópinn en í síðustu viku skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið í æfingaleik og kom svo inná í bikarleik þar sem hann skoraði sigurmark liðsins í vítaspyrnukeppni.

Sol Campell klæddist búningi Arsenal í fyrsta sinn síðan í maí 2006 þegar hann lék með varaliði félagsins í 4:2 sigri á West Ham í gær. Campbell lék fyrri hálfleikinn en flest bendir til þess að hann geri samning við sitt gamla félag.