Simon Cowell Færir sig um set.
Simon Cowell Færir sig um set. — Reuters
IDOL stjörnudómarinn Simon Cowell hefur ákveðið að hætta í hinum sívinsæla „American Idol“ þætti. Simon hefur sett mikinn svip á þættina þar sem hann er þekktur fyrir að segja sínar skoðanir á keppendunum umbúðalaust.

IDOL stjörnudómarinn Simon Cowell hefur ákveðið að hætta í hinum sívinsæla „American Idol“ þætti. Simon hefur sett mikinn svip á þættina þar sem hann er þekktur fyrir að segja sínar skoðanir á keppendunum umbúðalaust. Bretinn hefur tilkynnt að eftir næstu Idol keppni mun hann koma til með að dæma bandarísku útgáfu af X-factor.

„Þetta snýst ekki um peninga, mér var boðin stór upphæð fyrir að halda áfram í Idolinu,“ sagði Símon Cowell, skv. bandaríska tímaritinu AP. „Mig langar að prófa eitthvað nýtt, láta reyna á nýja hluti.“

Stjörnudómarinn segir að mesti munurinn á milli þessara þátta sé líklega sá að í X-factor er ekkert aldurstakmark, en í Idolinu máttu ekki vera eldri en 29 ára. Hann hefur ekki verið sáttur með að það skuli aldurstakmark inn í Idolið og bendir á breska nýstirnið Susan Boyle, sem sönnun á því að hæfileikar hafa ekkert með aldur að gera. Simon kveður þáttinn sáttur. „Ég er stoltur af vinsældum þáttarins og mér finnst rétti tíminn að hætta meðan þátturinn er ennþá á toppnum, sagði Simon að lokum.“