Varnarsagnir. Norður &spade;43 &heart;ÁK975 ⋄6 &klubs;KD954 Vestur Austur &spade;ÁKG62 &spade;85 &heart;83 &heart;G104 ⋄K742 ⋄ÁD1093 &klubs;107 &klubs;832 Suður &spade;D1097 &heart;D62 ⋄G85 &klubs;ÁG6 Suður spilar 4&heart;.

Varnarsagnir.

Norður
43
ÁK975
6
KD954
Vestur Austur
ÁKG62 85
83 G104
K742 ÁD1093
107 832
Suður
D1097
D62
G85
ÁG6
Suður spilar 4.

Það gleymist stundum hvað sagnir eru þýðingarmikill hluti af vörninni. Spil dagsins sýnir þetta vel, en það er frá fjórðu umferð Reykjavíkurmótsins í síðustu viku.

Með allar hendur uppi er ljóst að vörnin á að hafa betur. Bókin fæst á stuttliti blinds, en síðan má uppfæra úrslitaslaginn á tromp með því að spila þriðja spaðanum. Þessi vörn reyndist þó flestum keppendum um megn. Ekki þó Halldóri Þorvaldssyni og Magnúsi Sverrissyni. Við þeirra borð sýndi norður tvílita hönd með því að segja 2 við Precision -opnun Halldórs á 1. Magnús á ekki mikið, en sagði þó 3 í upplýsingaskyni. Það dugði til að teikna upp vörnina síðar: Halldór kom út með Á og skipti yfir í tígul. Magnús drap, spilaði spaða um hæl og þriðji spaðinn tryggði slag á tromp.