Heiðar Þór Aðalsteinsson
Heiðar Þór Aðalsteinsson
HEIÐAR Þór Aðalsteinsson, handknattleiksmaður hjá Akureyri handboltafélagi, söðlar sennilega um á síðari hluta N1-deildar karla.

HEIÐAR Þór Aðalsteinsson, handknattleiksmaður hjá Akureyri handboltafélagi, söðlar sennilega um á síðari hluta N1-deildar karla. Heimildir Morgunblaðsins herma að hann sé á leið suður yfir heiðar og leiki væntanlega með Gróttu þegar keppni í deildinni hefst á nýjan leik í byrjun febrúar. Hann hefur fengið fá tækifæri með Akureyri á yfirstandandi leiktíð.

Heiðar er hornamaður og lék 17 leiki með Akureyri á síðustu leiktíð og skoraði 21 mark.Hann hefur skorað níu mörk í níu leikjum í vetur.

Gróttan í æfingabúðum í suðurhöfum

Gróttumenn eru um þessar mundir í æfingabúðum á Tenerife á Kanaríeyjum. Þeir fóru út á síðasta fimmtudag og ætla að safna kröftum fyrir síðari hluta keppnistíðarinnar í sólinni í suðurhöfum eftir því sem næst verður komist. Þeir koma heima undir vikulokin. iben@mbl.is