Ein heimskunnra ljósmynda Kertész.
Ein heimskunnra ljósmynda Kertész.
NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá sýningu á ljósmyndum André Kertész í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en hann var óumdeilanlega einn mesti meistari ljósmyndasögunnar. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 17. janúar.

NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá sýningu á ljósmyndum André Kertész í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en hann var óumdeilanlega einn mesti meistari ljósmyndasögunnar. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 17. janúar.

Sýningin nefnist André Kertész: Frakkland – landið mitt og kemur frá hinu virta Jeu de Paume safni í París. Á sýningunni eru myndir sem hinn ungverski Kertész tók í Frakklandi áratugina fyrir síðari heimsstyrjöld.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er að Tryggvagötu 15, á 6. hæð. Opið er virka daga frá 12-19 og frá kl 13-17 um helgar. Aðgangur er ókeypis.