AFAR brýnt er að vistunarmat aldraðra verði endurskoðað að mati forstöðumanna stærstu hjúkrunarheimila landsins, Hrafnistu og Grundar.
AFAR brýnt er að vistunarmat aldraðra verði endurskoðað að mati forstöðumanna stærstu hjúkrunarheimila landsins, Hrafnistu og Grundar. Bendir Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu á að kostnaðurinn við heimahjúkrun geti í mörgum tilfellum verið meiri en ef viðkomandi einstaklingur fær inni á hjúkrunarheimili. Munurinn geti numið nokkrum þúsundum króna á dag. „Þeir sem fá vistunarmat verða veikari og veikari og við verðum vör við að þeim fækkar verulega sem bíða eftir rými,“ segir Pétur. | 8