Safnari Demi Moore.
Safnari Demi Moore.
BANDARÍSKA leikkonan Demi Moore er með söfnunaráráttu á háu stigi ef marka má nýlegar færslur hennar á Twitter. Moore stærði sig um helgina af gömlu eintaki af tuskuapanum Georg forvitna sem hún fann á flóamarkaði í Pasadena í Los Angeles.

BANDARÍSKA leikkonan Demi Moore er með söfnunaráráttu á háu stigi ef marka má nýlegar færslur hennar á Twitter. Moore stærði sig um helgina af gömlu eintaki af tuskuapanum Georg forvitna sem hún fann á flóamarkaði í Pasadena í Los Angeles. Áður hafði eiginmaður hennar, Aston Kutcher, skrifað um dúkkusafn Moore sem telur þúsundir eintaka.

Moore fór með fimmtán ára gamla dóttur sína á flóamarkaðinn og ritaði um atburðinn í kjölfarið á Twitter-síðu sína, auk þess sem hún birti mynd af leikfangaapanum. Þráhyggja hennar fyrir leikfangaöpum virðist hafa fylgt henni frá unga aldri og á hún fjölmarga apa af öllum stærðum og gerðum.

Moore safnar þó ekki aðeins öpum. Kutcher greindi frá því nýverið, að hún eigi um þrjú þúsund dúkkur auk annarra þúsunda Barbie-dúkka. Kutcher sagðist meira að segja hafa reynt að fá hana til að opna safn.