Á FÖSTUDAG nk. verður haldið málþing um kyn og völd í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), Jafnréttisstofu og EDDU – öndvegisseturs.

Á FÖSTUDAG nk. verður haldið málþing um kyn og völd í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), Jafnréttisstofu og EDDU – öndvegisseturs.

Á málþinginu verðar kynntar niðurstöður íslensks hluta samnorræna rannsóknarverkefnisins „Kyn og völd á Norðurlöndum“. Verkefnið var unnið hjá norrænu kvenna- og kynjarannsóknarstofnuninni að ósk norrænu ráðherranefndarinnar. Umsjón með hinum íslenska hluta rannsóknarinnar hafði RIKK.

Málþingið fer fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands, stofu 102, kl. 14.30-16.30.