NEFND skipuð af fyrrverandi dómsmálaráðherra leggur í nýframlögðu frumvarpi til veigamiklar breytingar á barnalögum. Lagt er til að dómurum verði heimilt að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þótt annað foreldra sé því andvígt.
NEFND skipuð af fyrrverandi dómsmálaráðherra leggur í nýframlögðu frumvarpi til veigamiklar breytingar á barnalögum. Lagt er til að dómurum verði heimilt að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þótt annað foreldra sé því andvígt. Einnig er lagt til að dómurum verði veitt heimild til að leysa sérstaklega úr ágreiningi foreldra um lögheimili án þess að forsjármál sé rekið samhliða. Þá er hlutverk foreldra afmarkað nánar miðað við gildandi lög.