SIRKUS Íslands sýnir nú af miklum móð í Salnum, Kópavogi. Samkvæmt forsvarsmönnum er þetta „spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húlahringjum, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir.
SIRKUS Íslands sýnir nú af miklum móð í Salnum, Kópavogi. Samkvæmt forsvarsmönnum er þetta „spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húlahringjum, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir. Búast má við krassandi sirkusatriðum, áhættuatriðum og vænum brögðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi.“ Samkvæmt myndum þessum er erfitt að véfengja það. Sjón er þó sögu ríkari og verða síðustu sýningar í dag og á mánudaginn.