— Reuters
DÓMARI í Dyflinni á Írlandi hefur dæmt tónlistarmanninn Price til að greiða tónleikahaldara þar í landi þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir að hafa hætt við tónleika á síðustu stundu árið 2008.

DÓMARI í Dyflinni á Írlandi hefur dæmt tónlistarmanninn Price til að greiða tónleikahaldara þar í landi þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir að hafa hætt við tónleika á síðustu stundu árið 2008. Í febrúar á þessu ári var komist að samkomulagi um að Price myndi greiða bætur fyrir að hafa hætt við tónleikana, en fyrirtækið MCD Productions hefur ekki enn séð krónu og því ákvað dómarinn í málinu að gera dóminn opinberan. Prince mætti ekki sjálfur í vitnaleiðslur heldur voru menn á vegum umboðsskrifstofu hans þar fyrir hans hönd. Sögðust þeir sjaldan tala við tónlistarmanninn og að hann væri einn sá erfiðasti sem umboðsskrifstofan ynni fyrir.

Tónleikahaldararnir voru búnir að greiða Prince um 1,5 milljónir dollara og selja 55.000 miða þegar tónlistarmaðurinn ákvað að hætta við. Lögfræðingur MCD sagði við blaðamenn að ef Prince virti ekki úrskurðinn fljótlega yrði leitað til hærra dómstigs í Evrópu.