Brattir Sigurður H. Höskuldsson og Ingi Þór Hafdísarson ætla að slá heimsmet í vasabiljarði.
Brattir Sigurður H. Höskuldsson og Ingi Þór Hafdísarson ætla að slá heimsmet í vasabiljarði. — Morgunblaðið/Kristinn
„UNDIRBÚNINGURINN felst ekki síst í því að safna orku fyrir lotuna,“ segir Sigurði Heiðar Höskuldsson. Þeir Sigurður og Ingi Þór Hafdísarson áforma að slá heimsmet í vasabiljarði (pool) og ætla að standa við borðið í 72 klukkustundir.

„UNDIRBÚNINGURINN felst ekki síst í því að safna orku fyrir lotuna,“ segir Sigurði Heiðar Höskuldsson. Þeir Sigurður og Ingi Þór Hafdísarson áforma að slá heimsmet í vasabiljarði (pool) og ætla að standa við borðið í 72 klukkustundir. Þetta gera þeir í framhaldi af því að félagi þeirra, Brynjar Valdimarsson, greindist nýlega með MS-sjúkdóminn.

Heimsmetstilraunin hefst á hádegi annars dags páska, mánudaginn 5. apríl, og stendur til jafnlengdar á fimmtudag eða í samtals 72 klukkustundir. Núgildandi heimsmet í pool-leik sem skráð er hjá Guinness eru rúmar 53 klukkustundir.

„Viðbrögðin sem við höfum fengið eru mjög góð og við teljum þetta jafnframt ágæta leið til að vekja athygli á MS-sjúkdómnum,“ segir Sigurður sem líkt og Ingi hefur leikið pool í áraraðir. Brynjar er hins vegar snókerleikari og fyrrverandi atvinnumaður í greininni.

Bein útsending verður á netinu allan tímann á www.pool.is og stofnuð hefur verið Facebook-síða: „Heimsmetstilraun Sigurðar Heiðars og Inga Þórs“.

Þeir félagar standa nú í ströngu við skipulagningu svo metið fáist skráð í Heimsmetabók Guinness, en til þess þarf að uppfylla mörg og ströng skilyrði. Eitt skilyrðanna er að óháð vitni og tímaverðir sitji yfir þeim.

Hægt er að heita á kappana og renna öll áheit óskipt til MS-félags Íslands.

Áheitasöfnunin fer fram í síma 568 8620 (milli kl. 10 og 15 virka daga) og með tölvupósti á msfelag@msfelag.is en einnig verður hægt að skrá áheit á staðnum.

Þá er hægt er að millifæra á reikning MS-félagsins nr. 0115-26-102713 – kennitala 520779-0169. sbs@mbl.is