Ergelsi Þér er óhætt að slappa af, vinan. Meebo reddar þessu!
Ergelsi Þér er óhætt að slappa af, vinan. Meebo reddar þessu!
Ert þú ein/n af þeim sem nota MSN til að koma stuttum, praktískum skilaboðum á milli vinnufélaganna? En ert svo með Gmail þar sem aðrir vinir og kunningjar poppa upp í tíma og ótíma á spjallmöguleikanum þar?

Ert þú ein/n af þeim sem nota MSN til að koma stuttum, praktískum skilaboðum á milli vinnufélaganna? En ert svo með Gmail þar sem aðrir vinir og kunningjar poppa upp í tíma og ótíma á spjallmöguleikanum þar? Svo er fólk alltaf að reyna að ná í þig í gegnum Fésbókarspjallið en þú varst ekki með það uppi við! Og hvað með myspace-reikninginn sem þú varst hálfpartinn búinn að gleyma. Óttastu eigi, kæri vin, til er lausn. Hana finnurðu á www.meebo.com. Meebo framkvæmir einfaldan en einkar tímasparandi og praktískan hlut, það er ef þú ert ein/n af þeim sem vilja eða hreinlega þurfa að vera ínáanlegir öllum stundum þegar þeir eru tengdir. Öllum þeim spjallsvæðum sem þú notar er einfaldlega stefnt saman á einn stað; þannig að þegar Lúlli frændi reynir að ná í þig í gegnum gamla MSN-ið eða Stína frænka reynir að hafa samband í gegnum Fésbókina sérðu það á sama stað. Meebo keyrir í gegnum vefinn, þannig að þú þarft að hafa þá síðu uppi við. Svo er hægt að hlaða niður litlu kvikindi sem lætur þig vita í tólastikunni („taskbar“) um leið og einhver hefur samband. „Þú missir aldrei af skilaboðunum með Meebo“ segir í slagorði vefsíðunnar. Það hefur reynst satt og rétt í tilfelli þess sem hér ritar. arnart@mbl.is