Júlíus Jónasson
Júlíus Jónasson
ÍSLAND mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik í Laugardalshöllinni í dag klukkan 14. Þetta er seinni viðureign liðanna en Ísland vann í London, 27:16, á miðvikudagskvöldið.

ÍSLAND mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik í Laugardalshöllinni í dag klukkan 14. Þetta er seinni viðureign liðanna en Ísland vann í London, 27:16, á miðvikudagskvöldið. Ísland berst við Austurríki um annað sætið í riðlinum, sem veitir þátttökurétt í lokakeppninni, og er með undirtökin þar eftir sigur í heimaleiknum í haust. Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, segir að Bretar kunni margt fyrir sér í handboltanum og að lið sitt hafi þurft að hafa talsvert fyrir sigrinum í London.

Austurrísku konurnar veittu Frökkum harða keppni á heimavelli á miðvikudagskvöldið og töpuðu naumlega, 24:27. Liðin mætast aftur í Frakklandi á morgun. Ísland leikur síðustu leikina í lok maí, við Frakka á heimavelli og Austurríki á útivelli. vs@mbl.is