Katrín Ásbjörnsdóttir
Katrín Ásbjörnsdóttir
ÍSLENSKA U19 ára stúlknalandsliðið nýtti ekki gullið tækifæri til að komast í úrslitakeppni EM í knattspyrnu þegar það tapaði óvænt fyrir Tékkum, 1:2, í Sochi í Rússlandi á skírdag.

ÍSLENSKA U19 ára stúlknalandsliðið nýtti ekki gullið tækifæri til að komast í úrslitakeppni EM í knattspyrnu þegar það tapaði óvænt fyrir Tékkum, 1:2, í Sochi í Rússlandi á skírdag.

Fyrir lokaumferðina lá möguleiki Íslands á efsta sætinu í milliriðlinum í því að Spánn myndi vinna Rússland með 1:0 og engri annarri markatölu. Þau draumaúrslit urðu að veruleika, Spánn vann leikinn gegn Rússlandi 1:0, en leikirnir tveir fóru fram á sama tíma.

Tékkneska liðið virtist eiga að vera því íslenska auðveld bráð eftir að hafa tapað 0:6 fyrir Rússum og 0:5 fyrir Spánverjum. Ísland var búið að sigra Spán 3:2 og tapa 0:1 fyrir Rússlandi.

Tékkar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu þegar Kozárova skoraði og hún var aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir, 2:1, en nær komst íslenska liðið ekki og varð að sætta sig við tap.

Spánn vann þar með riðilinn með 6 stig, Rússland fékk 6 stig, Ísland 3 stig og Tékkland 3 stig. Spánverjar fara í 8-liða úrslitin og Rússar eiga enn möguleika en eitt lið sem nær bestu sæti í öðru sæti í milliriðli fer í lokakeppnina.

Þar með mistókst íslenska liðinu að ná þeim frábæra árangri að komast í átta liða úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki annað árið í röð. vs@mbl.is