Dóra Magnúsdóttir
Dóra Magnúsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Ég er að fara upp á Fimmvörðuháls á morgun [fimmtudag] með eldri börnum mínum tveimur og manni. Það er alltaf gaman að gera eitthvað saman og þetta verður eflaust mögnuð lífsreynsla.

„Ég er að fara upp á Fimmvörðuháls á morgun [fimmtudag] með eldri börnum mínum tveimur og manni. Það er alltaf gaman að gera eitthvað saman og þetta verður eflaust mögnuð lífsreynsla. Við komum heim á föstudaginn svo ég býst við að laugardeginum verði tekið rólega,“ sagði Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, þegar blaðamaður hringdi í hana á miðvikudaginn og spurði hvernig hún ætlaði að eyða komandi laugardegi.

„Þar sem laugardagurinn er hluti af stærra fríi ætla ég að taka því rólega og gera vel við fjölskylduna. Ég ætla að byrja daginn á því að baka heilsupönnukökur í morgunmat sem er alltaf voða vinsælt á mínu heimili.

Eftir hádegi ætla ég í sund með börnin í einhverja skemmtilega barnalaug eins og t.d í Kópavoginum og slaka á þar. Svo væri tilvalið að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en við förum þangað á svona tveggja mánaða fresti,“ segir Dóra sem á fimm börn á aldrinum ellefu mánaða til sautján ára.

„Um kvöldið er það síðan sjónvarpsdagskráin og að nudda úr sér harðsperrur eftir fjallgönguna.“