Maria Ericsdóttir ásamt börnum sínum.
Maria Ericsdóttir ásamt börnum sínum.
„ÉG á Kvennasmiðjunni mikið að þakka,“ segir María Sif Ericsdóttir. Eftir vímuefnaneyslu frá unglingsárum náði María Sif fótfestu í Kvennasmiðjunni sem er samstarfsverkefni Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
„ÉG á Kvennasmiðjunni mikið að þakka,“ segir María Sif Ericsdóttir. Eftir vímuefnaneyslu frá unglingsárum náði María Sif fótfestu í Kvennasmiðjunni sem er samstarfsverkefni Tryggingastofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Frá því úrræðið var sett á laggirnar 2001 hafa 110 konur í þrettán hópum lokið námi. Markmiðið er að auka lífsgæði einstæðra mæðra sem búa við félagslega erfiðleika og styðja þær til sjálfsbjargar. Úrræðið þykir hafa heppnast vel en það er kynnt sérstaklega nú í tilefni Evrópuársins 2010 sem helgað er baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun. | 4