Útvarpsleikhúsið frumflytur Blessuð sé minning næturinnar eftir Ragnar Ísleif Bragason á morgun, Páskadag, kl. 14 á Rás 1. Verkið fjallar um Sif sem missti eitt sinn barn og hefur eytt ævinni í að kljást við sorgina.
Útvarpsleikhúsið frumflytur Blessuð sé minning næturinnar eftir Ragnar Ísleif Bragason á morgun, Páskadag, kl. 14 á Rás 1.
Verkið fjallar um Sif sem missti eitt sinn barn og hefur eytt ævinni í að kljást við sorgina. Barnið sem „aldrei varð til“ er Adam, sem þráir það eitt að gera heiminn fallegri með því að trufla mannfólkið ekki. Adam og Sif fá tækifæri til að hittast aftur og uppgjör þeirra er nauðsynlegt ef Sif á að geta náð sátt við sjálfa sig og Adam sátt við heiminn.
Leikstjóri verksins er Símon Birgisson.