Bragi Ólafsson
Bragi Ólafsson
SAMNINGAR hafa tekist um að Gæludýrin, skáldsaga Braga Ólafssonar, komi út í Argentínu á næstunni, en það mun fátítt að suðuramerísk forlög gefi út bækur íslenskra höfunda, þó spænskar bókaúgtáfur hafi dreift slíkum verkum víða í álfunni.
SAMNINGAR hafa tekist um að Gæludýrin, skáldsaga Braga Ólafssonar, komi út í Argentínu á næstunni, en það mun fátítt að suðuramerísk forlög gefi út bækur íslenskra höfunda, þó spænskar bókaúgtáfur hafi dreift slíkum verkum víða í álfunni. Þetta er fjórða álfan sem Bragi sækir inn í, en áður hafði hann lagt til atlögu við Norður-Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu. Skáldsagan Gæludýrin kom út hér á landi árið 2001 og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Þess má geta að leikrit Braga, Hænuungarnir, er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu.