Erfitt getur verið að bíða eftir hátíðum eins og páskum og jólum. Systurnar Kristrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur styttu sér biðina, máluðu egg og skreyttu heimili sitt fyrir hátíðardagana sem framundan eru.
Erfitt getur verið að bíða eftir hátíðum eins og páskum og jólum. Systurnar Kristrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur styttu sér biðina, máluðu egg og skreyttu heimili sitt fyrir hátíðardagana sem framundan eru. Hefðir fjölskyldna eru misjafnar þessa frídaga en búast má við að fjölmörg börn eyði fyrriparti sunnudags í að leita að súkkulaðieggjunum sínum.