Saman Starfsfólk Ísfélags og Heilbrigðisstofnunar við nýja bekkinn: Elfa Benediktsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Haraldur Tómasson læknir og Rafn Jónsson, Ísfélagi.
Saman Starfsfólk Ísfélags og Heilbrigðisstofnunar við nýja bekkinn: Elfa Benediktsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Haraldur Tómasson læknir og Rafn Jónsson, Ísfélagi. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fékk veglega gjöf fyrir skömmu en það var vandaður skoðunarbekkur, sem leysir af hólmi annan sem kominn var allmjög til ára sinna.

Eftir Líneyju Sigurðardóttur

Þórshöfn | Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fékk veglega gjöf fyrir skömmu en það var vandaður skoðunarbekkur, sem leysir af hólmi annan sem kominn var allmjög til ára sinna. Gefandinn er Ísfélag Vestmannaeyja, sem á og rekur Hraðfrystistöðina og verksmiðju hér á staðnum. Andvirði gjafarinnar um hálf milljón króna og sá heilsugæslulæknirinn Haraldur Tómasson um val á bekknum. Fyrir heilbrigðisstofnunina eru slíkar gjafir og velvilji alltaf mikils virði, ekki síst á tímum þegar niðurskurður og samdráttur blasir við í heilbrigðiskerfinu.